sun 19. júlí 2020 17:28
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mourinho: Vissum hvað myndi virka fyrir okkur
Jose Mourinho.
Jose Mourinho.
Mynd: Getty Images
Jose Mourinho, stjóri Tottenham, var skrambi sáttur eftir 3-0 sigur á heimavelli gegn Leicester í ensku úrvalsdeildinni.

Tottenham er í sjötta sætinu eins og er, en sjöunda sæti mun einungis gefa Evrópudeildarsæti ef Arsenal vinnur ekki ensku bikarkeppninna. Skytturrnar komust í úrslitaleikinn með sigri í gær.

Mourinho gerði sínum fyrrum félögum, Chelsea og Manchester United, stóran greiða með þessum sigri. Chelsea og United eru í baráttu við Leicester um sæti í Meistaradeildinni á næstu leiktíð.

„Við fórum vel eftir leikplaninu. Við vissum hvað myndi virka fyrir okkur," sagði Mourinho í viðtali eftir leik en Tottenham var aðeins 29,5 prósent með boltann í leiknum.

„Mér leið alltaf mjög vel í leiknum."

Mourinho hrósaði Harry Kane sem skoraði tvennu. „Sem sóknarmaður, markaskorari, liðsmaður og leiðtogi, þá er hann snillingur. Það er erfitt að gera hann eitthvað betri, en eftir því sem liðið er betra, þá er hann betri. Hann er frábær og Tottenham er heppið að hafa hann."
Athugasemdir
banner
banner