banner
   sun 19. júlí 2020 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Norwich selur ekki nema fyrir heimskulegar upphæðir
Max Aarons og Jamal Lewis.
Max Aarons og Jamal Lewis.
Mynd: Getty Images
Daniel Farke, knattspyrnustjóri Norwich, segir að félagið muni aðeins íhuga að selja bestu leikmenn sína ef að heimskuleg tilboð berist.

Þetta segir þýski knattspyrnustjórinn þrátt fyrir fall Norwich í Championship-deildina.

Farke segir að Norwich þurfi ekki endilega að selja og vonast hann til þess að byggja lið sitt á næstu leiktíð á leikmönnum eins og Ben Godfrey, Max Aarons og Jamal Lewis.

„Við viljum halda þessum kjarna, okkar bestu leikmönnum. Ungu leikmennirnir okkar eru mikilvægir og við þurfum á þeim að halda til að komast aftur upp," sagði Farke.

„Við þurfum að halda þeim nema það komi alveg fáránlegt tilboð."
Athugasemdir
banner
banner