Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 19. júlí 2020 17:55
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Pepsi Max-deild kvenna: Selfoss sneri taflinu við
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Selfoss 2 - 1 Þór/KA
0-1 María Catharina Ólafsd. Gros ('21 )
0-1 Dagný Brynjarsdóttir ('26 , misnotað víti)
1-1 Magdalena Anna Reimus ('53 )
2-1 Tiffany Janea McCarty ('57 )
Lestu nánar um leikinn

Selfoss er komið aftur á sigurbraut í Pepsi Max-deild kvenna eftir að hafa gert jafntefli við Þrótt í síðustu umferð.

Selfoss tók á móti Þór/KA en leikurinn byrjaði ekki vel fyrir heimakonur þar sem María Catharina Ólafsd. Gros skoraði á 21. mínútu fyrir Þór/KA eftir magnaða sendingu frá Margréti Árnadóttur.

Dagný Brynjarsdóttir fékk tækifæri til að jafna fimm mínútum síðar af vítapunktinum en Harpa Jóhannsdóttir varði spyrnu hennar. Staðan í hálfleik var 1-0.

Það var greinilega vel farið yfir málin í hálfleik hjá Selfoss því voru búnar að snúa við taflinu eftir 12 mínútur í seinni hálfleik. Magdalena Anna Reimus jafnaði og kom Tiffany Janea McCarty Selfossi yfir á 57. mínútu.

Selfyssingar voru líklegri til að bæta við en Þór/KA að jafna og lokatölur 2-1 fyrir heimakonur sem fara upp fyrir Fylki í þriðja sæti deildarinnar með tíu stig. Þór/KA er áfram í fimmta sæti með sex stig.

Sjá einnig:
Bara konur í dómarateyminu á Selfoss - Þór/KA
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner