Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 19. júlí 2020 19:24
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Pepsi Max-deildin: Meistararnir stöðvuðu sigurgönguna
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fylkir 0 - 3 KR
0-1 Pablo Oshan Punyed Dubon ('50 )
0-2 Óskar Örn Hauksson ('57 )
0-3 Tobias Bendix Thomsen ('80 )
Lestu nánar um leikinn

Fjögurra leikja sigurganga Fylkis í Pepsi Max-deildinni tók enda í kvöld þegar Íslandsmeistarar KR mættu í Árbæinn.

Fylkir var á toppnum fyrir leikinn og þeir hefðu getað skorað snemma leiks þegar Sam Hewson átti skot rétt fram hjá markinu. Gestirnir voru betri í fyrri hálfleiknum en staðan að honum loknum var markalaus.

Pablo Punyed er að spila fábærlega um þessar mundir og hann kom KR yfir eftir fimm mínútur í seinni hálfleik. Óskar Örn Hauksson, sem byrjaði á bekknum annan leikinn í röð, skoraði svo annað mark KR á 57. mínútu stuttu eftir að Beitir Ólafsson hafði varið glæsilega í marki KR. Annað mark KR hefði líklega ekki átt að standa þar sem Kristján Flóki Finnbogason virtist rangstæður í aðdragandanum.

Markið fékk að standa og gekk KR algerlega frá leiknum á 80. mínútu er Tobias Thomsen kom boltanum í netið eftir mistök Arons í marki Fylkis.

Lokatölur 3-0 og Íslandsmeistararnir eru komnir á toppinn með þremur stigum meira en Fylkir í öðru sæti. KR á einnig leik til góða á Fylkismenn.

Leikir kvöldsins:
19:15 Víkingur R. - ÍA
20:00 Breiðablik - Valur
Athugasemdir
banner
banner
banner