Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 19. júlí 2020 21:10
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Pepsi Max-deildin: Víkingar unnu í býsna fjörugum leik
Ágúst gerði tvö síðustu mörk Víkinga.
Ágúst gerði tvö síðustu mörk Víkinga.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Víkingur R. 6 - 2 ÍA
1-0 Óttar Magnús Karlsson ('23 , víti)
2-0 Davíð Örn Atlason ('37 )
2-1 Stefán Teitur Þórðarson ('41 )
3-1 Nikolaj Andreas Hansen ('51 )
4-1 Erlingur Agnarsson ('52 )
4-2 Hlynur Sævar Jónsson ('59 )
5-2 Ágúst Eðvald Hlynsson ('66 )
6-2 Ágúst Eðvald Hlynsson ('79 )
Lestu nánar um leikinn

Víkingur Reykjavík lék á als oddi gegn ÍA þegar liðin mættust í Pepsi Max-deildinni.

Fyrsta mark leiksins skoraði Óttar Magnús Karlsson, hver annar? Hann skoraði af vítapunktinum en tæpu korteri síðar bætti Davíð Örn Atlason við öðru marki Víkinga eftir hornspyrnu.

Skagamenn minkuðu muninn á besta tíma, rétt fyrir leikhlé, og var þar að verki Stefán Teitur Þórðarson. „Þar lendir hann á fótum Stefáns sem neglir þennan í fyrsta sláin inn. Verðskuldað mark gestanna og leikurinn er orðinn mikil skemmtun!" skrifaði Magnús Þór Jónsson.

Mark á besta tíma fyrir gestina, en Víkingar sáu til þess að þetta varð ekkert mjög spennandi í seinni hálfleik. Nikolaj Hansen skoraði á 51. mínútu og Erlingur Agnarsson skoraði fjórða markið á 52. mínútu. Veisla á Víkingsvelli og hún var ekkert búin.

Hlynur Sævar Jónsson minnkaði muninn í 4-2 á 59. mínútu, en Víkingar svöruðu því vel. Ágúst Eðvald Hlynsson svaraði því vel. Hann skoraði tvö síðustu mörk leiksins og tryggði Víkingum 6-2 sigur í heldur betur fjörugum leik.

Frábær skemmtun og gleði fyrir Víkinga í Fossvoginum. Lærisveinar Arnars Gunnlaugssonar fara upp í fjórða sæti með 11 stig úr sjö leikjum. ÍA hefur ekki enn tekist að tengja saman tvo sigra í sumar og er liðið í fimmta sæti með tíu stig.

Leikur Breiðabliks og Vals er núna í gangi. Smelltu hérna til að nálgast textalýsinguna.
Athugasemdir
banner
banner