Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 19. júlí 2020 17:34
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Rodgers: Eigum möguleika á Meistaradeildinni
Brendan Rodgers.
Brendan Rodgers.
Mynd: Getty Images
Það hefur ekki gengið vel hjá Leicester eftir að enska úrvalsdeildin hófst aftur eftir Covid-pásuna.

Fyrr á tímabilinu var talað um það að Leicester væri mögulega eina liðið sem gæti stöðvað Liverpool í að verða Englandsmeistari. Leicester hefur hins vegar lítið getað að undanförnu og er núna í stórhættu á að missa af Meistaradeildarsæti fyrir lokaumferðina.

„Mér fannst við spila vel á köflum, en vorum ekki nógu agressívir til að byrja með og gáfum þeim mörk á slæmum tímapunktum," sagði Brendan Rodgers, stjóri Leicester, eftir 3-0 tap gegn Tottenham í dag.

„Þrjár skyndisóknir urðu okkur að falli. Við spiluðum upp á stoltið í síðari hálfleik og strákarnir gáfu allt í verkefnið."

Leicester mun mæta Manchester United á heimavelli í lokaumferðinni. United er með jafnmörg stig og Leicester, en Rauðu djöflarnir eiga leik til góða. Chelsea er svo með einu stigi meira en Leicester og leik til góða.

„Við eigum möguleika á að komast í Meistaradeildina. Þetta verður stórkostlegur leikur sem við bíðum eftir með eftirvæntingu."
Athugasemdir
banner
banner
banner