Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 19. júlí 2020 20:05
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sjáðu mörkin: Chelsea fyrst til að vinna United síðan 22. janúar
Úrslitaleikurinn bíður Chelsea.
Úrslitaleikurinn bíður Chelsea.
Mynd: Getty Images
Manchester United er úr leik í enska bikarnum og spilar Chelsea við Arsenal í Lundúnaslag í bikarúrslitunum 1. ágúst næstkomandi.

Manchester United hefur verið á miklu skriði rétt fyrir Covid-pásuna og eftir hana einnig. Tapið í dag er það fyrsta í 20 leikjum, síðan 22. janúar gegn Burnley, og það gegn liði sem United hafði unnið þrisvar á tímabilinu fyrir leikinn á Wembley þennan sunnudaginn. Frank Lampard og lærisveinar hans náðu fram hefndum.

Fyrsta mark Chelsea má sjá hérna, annað markið hérna og þriðja markið hérna. Sárabótarmark Manchester United má sjá hérna.

Bæði Manchester United og Chelsea eru í mikilli Meistaradeildarbaráttu í deildinni og eiga þessi lið bæði tvo leiki eftir í deildinni.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner