Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   sun 19. júlí 2020 18:22
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Slæmur dagur á skrifstofunni hjá De Gea
David de Gea.
David de Gea.
Mynd: Getty Images
Spænski markvörðurinn David de Gea er ekki að eiga góðan dag á skrifstofunni en Manchester United er að spila gegn Chelsea í undanúrslitum enska bikarsins þessa stundina.

Staðan er 2-0 fyrir Chelsea og átti De Gea að gera betur í báðum mörkunum.

Fyrra markið má sjá hérna og seinna markið hérna.

De Gea er ekki að eiga sitt besta tímabil en hann hefur verið stórkostlegur fyrir United síðustu árin. Þetta tímabil hefur hins vegar ekki verið gott og hefur hann fengið stóran skammt af gagnrýni. Hann skiptist á því að eiga vörslur í heimsklassa og gera aulaleg mistök.

Dean Henderson, sem er í láni hjá Sheffield United, er í eigu Man Utd. Sheffield er í viðræðum um að fá hann á láni þriðja tímabilið í röð, en litið er á Henderson sem framtíðarmarkvörð enska landsliðsins.

Ole Gunnar Solskjær, stjóri United, hefur ítrekað varið De Gea og talað um hann sem þann besta í heimi í sinni stöðu.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner