Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 19. júlí 2020 19:57
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Solskjær: Á að verja þetta 100 sinnum í 100 tilraunum
Solskjær á hliðarlínunni.
Solskjær á hliðarlínunni.
Mynd: Getty Images
„Það var mikið áfall fyrir okkur að fá þetta mark á okkur undir lok fyrri hálfleiks. Við misstum einbeitingu og það eru vonbrigði," segir Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, eftir 3-1 tap gegn Chelsea í undanúrslitum enska bikarsins.

„Chelsea fékk 48 klukkstundum meira til að undirbúa sig fyrir leikinn. Það er staðreynd en engin afsökun. Ég er ekki með neinar afsakanir. Við vildum frekar spila þennan undanúrslitaleik heldur en að gera það ekki."

David de Gea fær mikla gagnrýni á sig fyrir frammistöðu sína í þessum leik.

„Ég get talað um sjálfstraust hans en ég veit að hann er sterkur andlega. Hann veit að hann á að verja þetta (annað markið) 100 sinnum í 100 tilraunum. Svona er fótboltinn. Ég ákvað að byrja með hann í dag og andlega var hann tilbúinn fyrir það."

Manchester United er í harðri Meistaradeildarbaráttu og það er enginn tími til að dvelja við þetta tap. „Við eigum tvo leiki í þessari viku og svo spilum við í Evrópudeildinni. Við verðum tilbúnir."

Eric Bailly fór meiddur af velli með höfuðhögg en Solskjær segir að það verði vonandi allt í lagi með miðvörðinn sem fór á sjúkrahús.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner