Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
banner
   sun 19. júlí 2020 15:05
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Svíþjóð: Svava Rós og Elísabet sigruðu í Íslendingaslag
Elísabet ásamt Birni Sigurbjönssyni.
Elísabet ásamt Birni Sigurbjönssyni.
Mynd: Twitter
Sænska kvenna-Allsvenskan
Kristianstad 2 - 1 Uppsala

Nú fyrir skömmu lauk leik Kristianstad og Uppsala í sænsku kvenna-Allsvenskan. Hjá liði Kristianstad var Svava Rós Guðmundsdóttir í byrjunarliðinu og lék fyrstu 65 mínúturnar í fremstu víglínu. Anna Rakel Pétursdóttir lék allan leikinn með liði Uppsala og samkvæmt Flashscore lék hún sem djúpur miðjumaður.

Gestirnir í Uppsala komust í 0-1 á 51. mínútu en þær Jutta Rantala og Josefin Harrysson sneru taflinu við fyrir heimakonur sem Elísabet Gunnarsdóttir þjálfar.

Uppsala og Kristianstad eru í 5. og 6. sæti með sjö stig eftir fimm leiki.

Sjá einnig:
Svíþjóð: Glódís í sigurliði - Ísak spilaði 90 mínútur í annað sinn
Athugasemdir
banner
banner
banner