Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 19. júlí 2020 13:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Í öðrum gæðaflokki" - Sinclair segir að Pep hefði átt að kaupa Tierney
Tierney í leiknum í gær.
Tierney í leiknum í gær.
Mynd: Getty Images
„Hefur þér alltaf fundist að City hefði átt að kaupa Tierney?" spurði Trevor Sinclair á Twitter í gærkvöldi.

„Hann er í öðrum gæðaflokki þegar hann er borinn saman við Mendy og Zinchenko í vinstri bakverðinum," bætti Sinclair við.

Kieran Tierney fékk níu í einkunn í einkunnagjöf Sky Sports fyrir frammistöðu sína í liði Arsenal í 2-0 sigri á Manchester City í gær. Tierney gekk í raðir Arsenal frá Celtic fyrir þessa leiktíð.

Trevor Sinclair, fyrrum leikmaður hjá City og enska landsliðinu, er á þeirri skoðun að Tierney sé umtalsvert betri en þeir Benjamin Mendy og Oleksandr Zinchenko sem spila oftast í vinstri bakverði City-liðsins.

Pierre-Emerick Aubameyang skoraði bæði mörk Arsenal í gær í leik sem City liðið hélt boltanum betur en Arsenal varðist vel og gerði vel þegar liðið hélt boltanum. Arsenal er með sigrinum komið í úrslitaleiks ensku bikarkepninnar.



Sjá einnig:
Tierney sýndi puttann á sigurmynd
Athugasemdir
banner
banner