Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 19. júlí 2020 17:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Veitir ekki þrjú stig að vera miklu meira með boltann
Tottenham var aðeins 29 prósent með boltann.
Tottenham var aðeins 29 prósent með boltann.
Mynd: Getty Images
Tottenham vann mjög svo góðan 3-0 heimasigur á Leicester í ensku úrvalsdeildinni í leik sem var að klárast fyrir stuttu síðan.

Tottenham er í sjötta sætinu eins og er, en sjöunda sæti mun einungis gefa Evrópudeildarsæti ef Arsenal vinnur ekki ensku bikarkeppninna. Skytturrnar komust í úrslitaleikinn með sigri í gær.

Tapið er slæmt fyrir Leicester því liðið er nú með sömu markatölu og Manchester United í baráttunni um Meistaradeildarsæti. Man Utd er með jafnmörg stig og Leicester en liðið á leik til góða.

Tölfræðin úr leiknum í dag er mjög athyglisverð. Leicester átti 24 marktilraunir gegn sjö tilraunum hjá Tottenham og voru gestirnir tæplega 71 prósent með boltann. Samt töpuðu þeir 3-0.

Opta bendir á að Tottenham hafi aldrei verið minna með boltann í ensku úrvalsdeildinni á heimavelli frá því að mælingar hófust 2003/04. Síðast þegar Spurs var svona lítið með boltann var árið 2012 í leik gegn Man Utd, þá var liðið 26 prósent með boltann.

Þetta sýnir það bara að þú færð ekki þrjú stig fyrir það að vera með miklu meira með boltann.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner