Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 19. júlí 2020 07:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Vilja fá Henderson lánaðan þriðja tímabilið í röð
Markvörðurinn Dean Henderson.
Markvörðurinn Dean Henderson.
Mynd: Getty Images
Sheffield United vill halda markverðinum Dean Henderson fyrir næsta tímabil.

Henderson hefur verið á láni hjá félaginu frá Manchester United síðastliðin tvö tímabil og staðið sig með mikilli prýði. Man Utd lítur á hann sem framtíðarmarkvörð sinn en félögin eru núna í viðræðum um þriðja lánssamninginn.

Sheffield United samdi við markvörðinn Wes Foderingham á frjálsri sölu í síðustu viku en það breytir engu. Félagið vill halda í Henderson.

„Þetta þeirra (Manchester United) ákvörðun og ákvörðun stráksins. Við viljum halda honum í annað tímabil," segir Chris Wilder, stjóri Sheffield United.

Henderson er 23 ára gamall. Hann hefur einnig verið orðaður við Chelsea.
Athugasemdir
banner
banner