Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   mán 19. júlí 2021 17:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Af hverju eru úrslitaleikirnir í október?
Breiðablik mætir Þrótti í úrslitum Mjólkurbikars en er einnig að taka þátt í Evrópukeppni.
Breiðablik mætir Þrótti í úrslitum Mjólkurbikars en er einnig að taka þátt í Evrópukeppni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mjólkurbikarinn mun klárast eftir að deildirnar klárast. Undanúrslitin í Mjólkurbikar karla fara fram í byrjun október og úrslitaleikurinn 16. október. Úrslitaleikurinn í Mjólkurbikar kvenna - þar sem Þróttur og Breiðablik eigast við - fer fram 1. október.

Fótbolti.net hafði samband við Birki Sveinsson, mótastjóra KSÍ, og spurði hann út í þetta; hvers vegna þetta væri svona.

„Úrslitaleikur kvenna, byrjum á því. Fyrstu leikdagar í Meistaradeild kvenna eru 18. og 21. ágúst. Það er erfitt að koma leikjunum þar fyrir. Leikdagur þrjú og fjögur í Evrópukeppninni eru 31. ágúst og 1. september, og 8. og 9. september. Það er ekki hægt að koma þeim þar á milli. Síðan kemur landsleikjahlé eftir lokaumferð kvenna, 13. til 21. september, og erfitt að hafa úrslitaleikinn strax þar á eftir. Þess vegna höfum við úrslitaleikinn 1. október," segir Birkir.

„Það er auðvitað laust um Verslunarmannahelgina en það er ekki mikil eftirspurn eftir þeim leikdegi. Félögin sem eiga í hlut munu fljótt komast að þeirri niðurstöðu að það er ekki annar leikdagur laus en sá sem úrslitaleikurinn er settur á."

Birkir segir að það sé möguleiki að leikurinn verði færður fram ef Breiðablik fellur snemma úr leik í Evrópukeppni, sem verður vonandi ekki raunin. Fólk vilji þó hafa úrslitaleikinn á annað hvort föstudagskvöldi eða laugardegi. Þetta sé flókið í ljósi leikja í Pepsi Max-deildinni, Evrópukeppni hjá Breiðabliki og landsleikjum.

„Karlamegin snýr þetta að því, að það verða að vera til leikdagar. Átta-liða úrslitin eru eftir landsleikjahlé í september. Það verður ekki hægt að koma þessu öllu framar. Þetta átti ekki að vera svona aftarlega, en við þurftum að færa bikarleikina - 32-liða úrslitin - aftur og spila þar sem átta-liða úrslitin voru. Við þurftum að bikarkeppnina aftur um tvo leikdaga út af Covid."

„Þetta er mikið púsluspil að koma þessu saman," segir Birkir jafnframt.
Athugasemdir
banner
banner
banner