Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 19. júlí 2021 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Al Ahly vann Meistaradeild Afríku í tíunda sinn
Mynd: Getty Images
Al Ahly frá Egyptalandi bar sigur úr býtum í Meistaradeild Afríku í tíunda sinn um helgina.

Al Ahly mætti Kaizer Chiefs frá Suður-Afríku í úrslitaleiknum og vann öruggan 3-0 sigur.

Kaizer Chiefs varð að spila seinni hálfleikinn einum færri eftir að leikmaður þeirra, Happy Mashiane, fékk að líta rauða spjaldið fyrir slæma tæklingu.

Það gerði Kaizer Chiefs mjög erfitt fyrir en þeir lágu til baka og reyndu að ná skyndisóknum. Al Ahly náði að lokum að landa frekar þægilegum sigri.

Al Ahly hefur nú unnið keppnina tíu sinnum og er sigursælasta liðið í sögu Meistaradeildar Afríku.
Athugasemdir
banner
banner