Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 19. júlí 2021 09:00
Elvar Geir Magnússon
Carroll yfirgefur Newcastle „á góðu nótunum"
Andy Carroll.
Andy Carroll.
Mynd: Getty Images
Steve Bruce.
Steve Bruce.
Mynd: Getty Images
Andy Carroll, fyrrum sóknarmaður enska landsliðsins, er í leit að nýju félagi en hann hefur yfirgefið Newcastle.

Steve Bruce, stjóri Newcastle, segir að viðskilnaðurinn sé „á góðu nótunum" og að hinn 32 ára Carroll þurfi einfaldlega að fara annað til að fá að spila.

Samningur Carroll við Newcastle rann út í síðasta mánuði.

Carroll yfirgaf Newcastle 2011 og gekk í raðir Liverpool fyrir 35 milljónir punda. Hann gekk svo aftur í raðir Newcastle, frá West Ham, 2019.

Hann átti í vandræðum vegna meiðsla og byrjaði alls átta deildarleiki fyrir Bruce.

Carroll lék níu landsleiki fyrir England milli 2010 og 2012 og skoraði tvívegis; gegn Gana í vináttulandsleik og gegn Svíþjóð á EM 2012.



Annars er það að frétta af Newcastle að félagið er enn að reyna að fá Joe Willock aftur. Þessi 21 árs leikmaður hjálpaði Newcastle að tryggja áframhaldandi veru í ensku úrvalsdeildinni með því að skora átta mörk í fjórtán leikjum eftir að hann kom á láni frá Arsenal á síðasta tímabili.

Bruce vonast til að fá Willock aftur lánaðan en ákvörðunin liggur að sjálfsögðu hjá Arsenal.

„Áður en Arsenal tekur ákvörðun þá þarf félagið að skoða undirbúningstímabilið, hvað þeir eru að fá og hvað ekki. Við þurfum að bíða og fylgjast með," segir Bruce.

Newcastle lék án aðalliðsmarkvarðar þegar liðið tapaði gegn utandeildarliðinu York City 1-0 í vináttuleik í gær. Martin Dubravka er meiddur og Karl Darlow greindist með kórónaveiruna í síðustu viku. Freddie Woodman og Mark Gillespie fóru í sóttkví af þeim sökum.
Athugasemdir
banner
banner