Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mán 19. júlí 2021 10:00
Elvar Geir Magnússon
Enn óákveðið hvort Rashford þurfi aðgerð
Marcus Rashford.
Marcus Rashford.
Mynd: EPA
Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, segir að ekki sé búið að taka ákvörðun um hvort enski sóknarmaðurinn Marcus Rashford þurfi að gangast undir aðgerð á öxl.

Rashford hitti sérfræðing í síðustu viku og sagðist telja sig þurfa aðgerð en svo virðist vera sem Solskjær og hans teymi séu ekki viss um að það sé lausnin.

„Við þurfum að taka ákvörðun sem er sú besta fyrir hann og félagið. Við þurfum að skoða þetta nánar með sérfræðingum," segir Solskjær.

Rashford hefur um nokkurt skeið spilað í gegnum meiðsli, bæði fyrir United og enska landsliðið.

Manchester United vann Derby í æfingaleik í gær. Jesse Lingard, sem var lánaður til West Ham á síðasta tímabili, þótti eiga góðan leik.

„Jesse vill berjast fyrir sæti sínu í liðinu. Hann er í áætlunum mínum sem stendur," sagði Solskjær um þennan 28 ára sóknarleikmann.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner