Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 19. júlí 2021 07:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fernandes æfir með uppeldisfélagi sínu
Bruno Fernandes.
Bruno Fernandes.
Mynd: Getty Images
Bruno Fernandes er í fríi eftir Evrópumótið áður en hann fer aftur til móts við leikmannahóp Manchester United fyrir komandi leiktíð.

Fernandes var mjög slakur á Evrópumótinu með Portúgal, eftir að hafa átt frábært tímabil með Man Utd.

Portúgalski miðjumaðurinn ákvað að fara heim í fríi sínu en hann mætti á æfingu hjá Boavista. Hann ólst upp hjá félaginu og var í átta ár þar.

„Man Utd ekki hafa áhyggjur, hann mun mæta til ykkar betri en hann var," skrifaði Boavista í færslu á samfélagsmiðlum.

Fernandes skoraði 28 mörk og lagði upp 18 á síðustu leiktíð fyrir United. Mögnuð tölfræði, svo sannarlega.


Athugasemdir
banner