Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 19. júlí 2021 13:30
Elvar Geir Magnússon
Gattuso opnar sig - Særir að hafa ekki fengið starfið hjá Tottenham
Gennaro Gattuso.
Gennaro Gattuso.
Mynd: Getty Images
Gennaro Gattuso segir það sárt að hafa ekki fengið stjórastarfið hjá Tottenham en viðbrögð stuðningsmanna á samfélagsmiðlum breyttu stöðunni mikið.

Óvænt var Gattuso talinn líklegastur til að taka við Tottenham en eftir að hafa farið í viðræður við félagið ákvað stjórnarformaðurinn Daniel Levy að skipta um skoðun vegna herferðar gegn ráðningunni á samfélagsmiðlum.

Gömul ljót ummæli hans um konur, samkynhneigða og fleira voru grafin upp og fóru þau í dreifingu. Kassamerkið #NoToGattuso eða #NeiViðGattuso var mjög vinsælt á Twitter.

Gattuso segir erfitt að jafna sig á því að hafa ekki fengið starfið og að umræðan hafi haft áhrif á sig og fjölskyldu sína.

„Þetta voru ótrúlega mikil vonbrigði, en mér var ekki lýst á réttan hátt og ég gat ekki gert neitt til að verja mig. Það er mjög sárt hvernig þetta fór og það er leiðinlegt að geta ekki sýnt fólki á Englandi að ég er ekki sú manneskja sem það heldur að ég sé," segir Gattuso sem er fyrrum stjóri Napoli og AC Milan.

„Þetta særði meira en nokkur ósigur eða brottrekstur. Veraldarvefurinn getur verið hættulegur og á samfélagsmiðlum geta lygasögur fengið hljómgrunn. Hvorki ég né eiginkona mín erum á samfélagsmiðlum og höfum engan áhuga á að vera þar."

Stjóraleit Tottenham gekk ekki vel en á endanum var Nuno Espirito Santo, fyrrum stjóri Wolves, ráðinn í starfið.
Athugasemdir
banner
banner
banner