mán 19. júlí 2021 11:21
Elvar Geir Magnússon
Íslendingalið voru í pottinum þegar dregið var í forkeppni Meistaradeildarinnar
Dinamo Zagreb sló Valsmenn út.
Dinamo Zagreb sló Valsmenn út.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mikael Neville Anderson.
Mikael Neville Anderson.
Mynd: Getty Images
Í morgun var dregið í næstu umferð í forkeppni Meistaradeildarinnar. Króatíska stórliðið Dinamo Zagreb, sem sló út Íslandsmeistara Vals, munu mæta Legia Varsjá frá Póllandi eða Flora Tallinn frá Eistlandi ef það nær að leggja Omonoia frá Kýpur.

Steven Gerrard og lærisveinar í skoska meistaraliðinu Rangers leika gegn Malmö eða HJK í Helsinki.

Rúnar Már Sigurjónsson og félagar í rúmenska meistaraliðinu CFR Cluj mæta Slovan Bratislava frá Slóvakíu eða Young Boys frá Sviss ef þeir leggja Lincoln Red Imps frá Gíbraltar.

Grísku meistararnir í Olympiacos mæta andstæðingum frá Slóveníu eða Búlgaríu ef þeir vinna Neftci frá Bakú. Ögmund­ur Krist­ins­son er hjá Olympiacos.

Mika­el And­er­son og Elías Rafn Ólafs­son eru í danska liðinu Midtjylland sem mætir PSV Eindhoven frá Hollandi eða Galatasaray frá Tyrklandi ef það nær að leggja Celtic.

Fyrri leikirnir verða 3. og 4. ágúst og seinni leikirnir viku síðar.

Meistaraleiðin:
Dinamo Zagreb/Omonoia - Legia Varsjá/Flora Tallinn
Lincoln Red Imps/CFR Cluj - Slovan Bratislava/Young Boys
Olympiakos/Neftçi PFK - Mura/Ludogorets
Kairat Almaty/Rauða Stjarnan - Alashkert/Sheriff Tiraspol (MDA)
Malmö/HJK Helsink - Rangers
Ferencváros/Žalgiris Vilnius - Slavia Prag

Liðin sem tapa í 'Meistaraleiðinni' fara í umspil fyrir Evrópudeildina en sigurliðin þar komast í riðlakeppni Evrópudeildarinnar. Liðin sem tapa þar fara í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar.

Deildarleiðin:
PSV Eindhoven/Galatasaray - Celtic/Midtjylland
Spartak Moskva - Benfica
Genk - Shakhtar Donetsk
Mónakó - Rapid Vín/Sparta Prag

Liðin sem tapa í 'Deildarleiðinni' fara í riðlakeppni Evrópudeildarinnar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner