mán 19. júlí 2021 15:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Juventus líklega með mikla eftirsjá vegna Donnarumma
Gianluigi Donnarumma.
Gianluigi Donnarumma.
Mynd: EPA
Fabrizio Ravanelli, fyrrum sóknarmaður Juventus, telur að félagið sé með mikla eftirsjá þegar kemur að markverðinum Gianluigi Donnarumma.

Donnarumma æfði með Juventus í kringum 2011-12 en fékk þá ekki samning.

Hann fór til AC Milan þar sem hann fékk ungur tækifærið og greip það með báðum höndum.

„Donnarumma hefði getað verið hinn fullkomni arftaki fyrir Buffon," segir Ravanelli sem starfaði í akademíu Juventus á þessu tíma. Hann segist hafa ráðlagt félaginu að taka Donnarumma en það hafi ekki verið gert.

Donnarumma, sem er 22 ára, var nýverið valinn besti leikmaður Evrópumótsins. Hann mun spila með Paris Saint-Germain á næstu leiktíð. Juventus hafði mikinn áhuga á honum en tókst ekki að klófesta hann - ekki í fyrsta sinn.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner