Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 19. júlí 2021 11:01
Elvar Geir Magnússon
Man Utd undirbýr formlegt tilboð í Varane
Raphael Varane í leik með franska landsliðinu.
Raphael Varane í leik með franska landsliðinu.
Mynd: EPA
Manchester United undirbýr tilboð í franska miðvörðinn Raphael Varane en hann á eitt ár eftir af samningi sínum við Real Madrid.

Guardian segir að vilji leikmannsins sé að spila í ensku úrvalsdeildinni.

Þessi 28 ára leikmaður hefur verið í tíu ár hjá Real Madrid, unnið spænska meistaratitilinn þrívegis og Meistaradeildina fjórum sinnum.

Manchester United hyggst bjóða honum samning til 2026.

Varane er sem stendur í sumarfríi og tekur ákvörðun um sín mál þegar hann snýr til baka úr því. Hann vill ekki skilja við Real Madrid í illindum eftir langa veru hjá félaginu.

Real Madrid hefur þegar misst Sergio Ramos til Paris Saint-Germain en fengið til sín David Alaba frá Bayern München.

United vonast til að ganga frá kaupunum á Jadon Sancho frá Borussia Dortmund formlega í þessari viku.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner