Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   mán 19. júlí 2021 11:34
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Segir að FH hafi fengið 10 milljónir fyrir Þóri Jóhann
Þórir í leik með FH.
Þórir í leik með FH.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Miðjumaðurinn Þórir Jóhann Helgason gekk í raðir ítalska félagsins Lecce í síðustu viku.

Þórir var að renna út á samning eftir tímabilið en FH tókst að selja hann í staðinn fyrir að missa hann frítt.

Hrafnkell Freyr Ágústsson, sérfræðingur Dr Football hlaðvarpsins, segir að FH hafi fengið 10 milljónir króna frá Lecce fyrir Þóri.

„Þeir fengu 10 milljónir fyrir hann. Það er mjög flott og ég held að þeir séu hoppandi kátir yfir því í staðinn fyrir að missa hann annað hvort í Val eða Breiðablik - eins og mögulega stefndi í. Þeir fá víst einhverja prósentu af næstu sölu líka, ef það verður að því," sagði Hrafnkell, eða Keli eins og hann er oftast kallaður.

Davíð Þór Viðarsson, aðstoðarþjálfari FH, sagði í samtali við Fótbolta.net að þetta hefði verið besta lausnin fyrir alla aðila sem komu að máli.

„Við erum að missa frábæran leikmann sem hefur tekið gríðarlegum framförum undanfarin ár. Hann spilaði sig inn í FH-liðið í fyrra, sérstaklega eftir að Eiður og Logi tóku við og var frábær þá... Hann var algjör lykilmaður í þessu liði okkar en það var áhugi frá Ítalíu og hann átti lítið eftir af samningi. Þetta var held ég besta lausnin fyrir alla."

Sjá einnig:
„Þetta var held ég besta lausnin fyrir alla"


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner