Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 19. júlí 2021 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Stórt að fá Sísí Láru aftur - „Hjartað hennar er í FH"
Sigríður Lára í leiknum gegn Þrótti.
Sigríður Lára í leiknum gegn Þrótti.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kvennalið FH FH fékk góðan liðsstyrk í þessum glugga þegar þær endurheimtu miðjumanninn Sigríði Láru Garðarsdóttur frá Val.

Hún er 27 ára gömul og hefur leikið með ÍBV, Lilleström, FH og Val á sínum ferli. Hún lék með meistaraflokki uppeldisfélagsins, ÍBV, á árunum 2009-2019 og var veturinn 2018-19 í Noregi. Sísí á þá tuttugu A-landsleiki að baki.

Hún opnaði sig í viðtali við Fótbolta.net um veikindi sem hún glímir við en hægt er að lesa þetta góða viðtal með því að smella hérna.

Þetta er mikill liðsstyrkur fyrir FH sem er í öðru sæti Lengjudeildar kvenna sem stendur, og ætlar sér að komast upp.

Hvað gefur Sigríður Lára FH-liðinu?

„Gríðarlega mikið," sagði Guðni Eiríksson, þjálfari FH, eftir tap gegn Þrótti í undanúrslitum Mjólkurbikarsins síðasta föstudag. „Hún er ekki bara stórkostleg manneskja, heldur er hún líka frábær í fótbolta."

„Hún er mikill leiðtogi, kemur með ró, yfirvegun og reynslu inn á völlinn. Hún gefur líka liðinu aukið sjálfstraust. Hún er frábær leikmaður. Hún var í fyrra hjá okkur og kemur aftur; hún er bara FH-ingur og hjartað hennar er í FH. Það er ómetanlegt að vera með slíkan leikmann."

Það er ljóst að þessi öflugi miðjumaður mun reynast FH vel á seinni hluta tímabilsins.
Guðni Eiríks: Hefðum getað lagt rútunni en það er ekki leið FH
Athugasemdir
banner
banner
banner