Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 19. júlí 2021 16:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Veðbönkum finnst líklegast að Bale fari heim
Fær orð í eyra frá dómaranum.
Fær orð í eyra frá dómaranum.
Mynd: EPA
Gareth Bale er á mála hjá Real Madrid en hvort hann fái eitthvað hlutverk þar á næsta tímabili er óvíst.

Hinn 32 ára gamli Bale var á láni hjá Tottenham á síðustu leiktíð en er núna mættur aftur til Madrídar.

Samningur Bale rennur út næsta sumar en hann er að fá um 600 þúsund pund í vikulaun hjá spænska stórveldinu. Real Madrid gæti því reynt að losa sig við hann.

Það er óvænt hvað veðbönkum finnst vera líklegasti áfangastaður Bale.

Samkvæmt Oddschecker þá er líklegast að Bale fari heim til Wales og gangi í raðir Cardiff, sem er í næst efstu deild á Englandi. Bale er fæddur í Cardiff en það yrði mjög óvænt ef hann myndi enda þar. Samt sem áður telja veðbankar það líklegast eins og er.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner