Það var gríðarlega mikið af æfingaleikjum í dag þar sem ýmis sterk lið úr helstu deildum Evrópu komu við sögu.
Nýliðar ensku úrvalsdeildarinnar í liði Sunderland spiluðu við Sevilla og gerðu 1-1 jafntefli eftir að hafa tekið forystuna í fyrri hálfleik. Enzo Le Fée skoraði fyrir Sunderland en Rubén Vargas jafnaði í uppbótartíma fyrir Sevilla.
Leicester City, Ipswich Town, Hull City og Sheffield United eru meðal félagsliða úr Championship deildinni sem unnu leiki sína á meðan spænsk félög á borð við Athletic Bilbao og Sevilla mættu til leiks.
Ítalska félagið Torino gerði jafntefli við Ingolstadt frá Þýskalandi og hafði portúgalska félagið Braga betur gegn Celta Vigo.
Valencia tapaði óvænt gegn Castellón og að lokum sigraði Eintracht Frankfurt naumlega gegn nágrönnum sínum í FSV Frankfurt. Hugo Ekitike var ónotaður varamaður enda vonast hann til að skipta yfir til Liverpool á næstu dögum ef félögin ná samkomulagi um kaupverð.
Sevilla 1 - 1 Sunderland
Braga 3 - 1 Celta Vigo
Ingolstadt 1 - 1 Torino
Athletic Bilbao 1 - 0 Ponferradina
Valencia 1 - 2 Castellon
FSV Frankfurt 2 - 3 Eintracht Frankfurt
Zalaegerszegi 0 - 1 Leicester
Genk 1 - 1 Rayo Vallecano
Kasimpasa 0 - 1 Hull
BW Linz 1 - 4 Ipswich
Rotherham 0 - 5 Sheffield Utd
Granada 0 - 2 Orlando Pirates
Mansfield 3 - 3 Middlesbrough
Meuselwitz 0 - 3 RB Leipzig
Basel 3 - 3 Villarreal
Austria Lustenau 0 - 2 Augsburg
AZ Alkmaar 2 - 1 Lokomotiva Zagreb
Nice 3 - 3 Nancy
LASK Linz 0 - 2 Union Berlin
Olot 0 - 5 Girona
Hoffenheim 5 - 2 Elversberg
Ajax 3 - 2 Mechelen
Schalke 0 - 0 Twente
Swansea 2 - 2 Stevenage
Norwich 1 - 1 FC Volendam
Waregem 1 - 1 Norwich
Wellington Phoenix 1 - 0 Wrexham
Athugasemdir