Bayern Munchen leggur allt í sölurnar til að fá Nick Woltemade, framherja Stuttgart, en félagið undirbýr þriðja tilboðið í leikmanninn. Sky í Þýskalandi greinir frá þessu.
Stuttgart hafnaði síðasta tilboði Bayern sem hljóðaði upp á 50 milljónir evra auk 5 milljóna í bónusgreiðslur. Stuttgart er sagt vilja fá 65 milljónir evra.
Stuttgart hafnaði síðasta tilboði Bayern sem hljóðaði upp á 50 milljónir evra auk 5 milljóna í bónusgreiðslur. Stuttgart er sagt vilja fá 65 milljónir evra.
Woltemade gekk til liðs við Stuttgart frá Werder Bremen á frjálsri sölu árið 2024. Hann skoraði 17 mörk í 33 leikjum á síðustu leiktíð. Þá sló hann í gegn á EM U21 í sumar þar sem hann var markahæstur með sex mörk.
Samningur hans við Stuttgart rennur út árið 2028.
Athugasemdir