Gríntilboð í Ederson - Trafford gæti verið á heimleið - Simons í ensku úrvalsdeildina?
   lau 19. júlí 2025 18:18
Ívan Guðjón Baldursson
Byrjunarlið Frakklands og Þýskalands: Gífurleg breyting frá því í fyrra
EM KVK 2025
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Frakkland og Þýskaland eigast við í síðasta leiknum í 8-liða úrslitum á EM kvenna í ár og ríkir mikil eftirvænting fyrir þennan slag.

Þær frönsku eru taldar sigurstranglegri en þýska landsliðið er þó fullt af gríðarlega öflugum leikmönnum. Þessar tvær stórþjóðir mættust síðast í keppnisleik í undanúrslitaleik Þjóðadeildarinnar í febrúar í fyrra og hafði Frakkland þar betur á heimavelli.

Frakkar gera tvær breytingar á liðinu sem sigraði gegn Þýskalandi, þar sem Oriane Jean-Francois og Delphine Cascarino koma inn fyrir Eugenie Le Sommer og Amandine Henry.

Þjóðverjar hafa breytt umtalsvert meiru heldur en Frakkar á einu og hálfu ári þar sem sjö leikmenn frá því í fyrra eru ekki með í ár. Alexandra Popp, Lena Oberdorf, Svenja Huth, Giulia Gwinn, Marina Hegering og Merle Frohms eru allar dottnar úr byrjunarliðinu síðan þá, ásamt Lea Schüller.

Til gamans má geta að fyrir þremur árum síðan mættust þessar tvær þjóðir í undanúrslitum Evrópumótsins og hafði Þýskaland betur þökk sé tvennu frá Alexandra Popp. Þjóðverjar töpuðu svo úrslitaleiknum gegn Englandi.

Sigurvegari kvöldsins mætir Spáni í undanúrslitum.

Frakkland: Peyraud-Magnin, De Almeida, Mbock, Lakrar, Bacha, Geyoro, Jean-Francois, Karchaoui, Cascarino, Diani, Katoto
Varamenn: Baltimore, Bogaert, Gago, Lerond, Majri, Malard, Mateo, N'Dongala, Picaud, Samoura, Sombath, Toletti

Þýskaland: Berger, Linder, Hendrich, Minge, Knaak, Kett, Brand, Senss, Nusken, Buhl, Hoffmann
Varamenn: Cerci, Dabritz, Dallmann, Freigang, Gwinn, Johannes, Kleinherne, Lohmann, Mahmutovic, Schuller, Zicai
Athugasemdir
banner
banner