Gríntilboð í Ederson - Trafford gæti verið á heimleið - Simons í ensku úrvalsdeildina?
   lau 19. júlí 2025 15:15
Brynjar Ingi Erluson
Byrjunarlið KA og ÍA: Stubbur mættur aftur í markið og Birnir á bekknum - Þrjár breytingar hjá Skagamönnum
Stubbur er kominn aftur á milli stanganna hjá KA
Stubbur er kominn aftur á milli stanganna hjá KA
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Birnir er á bekknum hjá KA
Birnir er á bekknum hjá KA
Mynd: KA
KA og ÍA mætast í 15. umferð Bestu deildar karla á Greifavellinum á Akureyri klukkan 16:00 í dag.

Lestu um leikinn: KA 2 -  0 ÍA

Markvörðurinn Steinþór Már Auðunsson hefur jafnað sig af meiðslum og er kominn aftur í markið hjá KA en William Tonning tekur sér sæti á bekknum.

Birnir Snær Ingason og Viðar Örn KJartansson eru báðir á bekknum hjá KA. Birnir kom til félagsins frá Halmstad í gær.

Jóan Símun Edmundsson og Hans Viktor Guðmundsson koma þá inn í liðið fyrir Ásgeir Sigurgeirsson og Guðjón Erni Hrafnkelsson sem taka sér báðir sæti á bekknum.

Lárus Orri Sigurðsson gerir þrjár breytingar á liði Skagamanna, en þeir Baldvin Þór Berndsen, Jonas Gemmer og Ísak Máni Guðjónsson koma inn fyrir þá Erik Tobias Sandberg, Rúnar Má Sigurjónsson og Oliver Stefánsson. Erik og Rúnar eru í leikbanni en Olvier var seldur til Póllands á dögunum.
Byrjunarlið KA:
13. Steinþór Már Auðunsson (m)
2. Birgir Baldvinsson
4. Rodrigo Gomes Mateo
5. Ívar Örn Árnason (f)
7. Jóan Símun Edmundsson
8. Marcel Ibsen Römer
10. Hallgrímur Mar Steingrímsson
22. Hrannar Björn Steingrímsson
26. Ingimar Torbjörnsson Stöle
28. Hans Viktor Guðmundsson
77. Bjarni Aðalsteinsson

Byrjunarlið ÍA:
1. Árni Marinó Einarsson (m)
3. Johannes Vall
4. Hlynur Sævar Jónsson
6. Baldvin Þór Berndsen
9. Viktor Jónsson (f)
14. Jonas Gemmer
19. Marko Vardic
20. Ísak Máni Guðjónsson
22. Ómar Björn Stefánsson
33. Arnór Valur Ágústsson
66. Jón Gísli Eyland Gíslason
Athugasemdir
banner