Gríntilboð í Ederson - Trafford gæti verið á heimleið - Simons í ensku úrvalsdeildina?
Birnir Snær: Alltof gott lið til að vera í fallbaráttu
Lárus Orri svekktur: Lá í loftinu að við myndum setja jöfnunarmarkið
Hallgrímur Mar: Himinlifandi að fá svona gæðaleikmann til okkar
Haddi: Ánægður með stjórnina að bakka okkur upp
Jóhann Birnir: Dálítið skrítinn leikur
Mjög ósáttur með spilamennsku Völsungs
Davíð Smári: Óþægilegt að láta fjórða dómarann garga og garga á mig
Damir: Það er bara ekkert eðlilega stressandi
Arnór Sveinn: Við þurfum bara að vera sannir okkur
Venni: Ég ætla nú ekkert að saka mína menn um að vera lélegir
„Ef það eru leikmenn sem vilja koma í Leikni þá er allt í lagi að hringja í okkur"
Halli Hróðmars svekktur: Ef það gýs í Snæfellsjökli þá er Grindavík lokað
Ásgeir Frank: Við vonandi f***** lærum af þessu
Amin grét eftir leik: Klikkuð tilfinning og ég gat ekki endað þetta betur
Arnar Grétars: Tekur alltaf einhvern tíma að stimpla eitthvað inn
„Hversu sætt er það að Amin Cosic skori úrslitamarkið í síðasta leiknum sínum og komi okkur á toppinn"
Haraldur Freyr: Skiptingar í heimsklassa
Bjarni Jó: Það voru æðri völd í landinu sem tóku þá ákvörðun
Siggi Höskulds: Kannski hentaði okkur betur að tempóið færi úr leiknum
Hemmi Hreiðars: Þeir lágu í vellinum og töfðu
   lau 19. júlí 2025 17:59
Elíza Gígja Ómarsdóttir
Davíð Smári: Óþægilegt að láta fjórða dómarann garga og garga á mig
Davíð Smári Lamude, þjálfari Vestra
Davíð Smári Lamude, þjálfari Vestra
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Vera klínískari, klára færin sem við fáum,“ sagði Davíð Smári Lamude, þjálfari Vestra, um hvað vantaði upp á frammistöðu hans manna í 1-0 tapi gegn Breiðablik á Kópavogsvelli í dag. 

Lestu um leikinn: Breiðablik 1 -  0 Vestri

„Við vitum það að þegar maður spilar á móti Íslandsmeisturum Blika að þá þurfum við að nýta færin sem við fáum og við fengum tvö dauðafæri og nokkrar góðar stöður, við þurfum að nýta þau betur,“ hélt hann svo áfram.

Sigurður Hjörtur Þrastarson var ansi spjaldaglaður í leiknum í dag og Davíð Smári var ekki parsáttur við frammistöðu hans og hans manna:

„Já já, bara léleg. Mér fannst þetta ekki gott. Ég hafði áhyggjur af þessu fyrir leikinn og ég ætla bara að segja sem minnst um þetta, ég hef verið allt of mikið gagnrýndur með þetta. Mér finnst líka bara hvernig þeir tala til manns sem þjálfara annars liðsins, mér finnst það algjör óþarfi sko. Mér finnst mjög óþægilegt að láta fjórða dómarann garga og garga á mig eins og ég sé einhver óþekkur krakki. Það er eitthvað sem mætti skoða alveg hjá KSÍ.“

Daði Berg, sem hefur leikið frábærlega fyrir Vestra á þessu tímabili, var kallaður til baka í Víking í vikunni. Er það eitthvað sem kom þeim á óvart að hafi gerst?

„Já klárlega. Við höfum átt mjög gott samstarf með Víkingi og okkar tilfinning var sú að Daði yrði bara hér og fengi að njóta þeirra tækifæra sem við höfum gefið honum og fengi að spila með okkur úrslitaleik í bikar. Hérna er hann í risa hlutverki og mér finnst leiðinlegt að hann sé sviptur því.“

Viðtalið við Davíð Smára má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner