Lestu um leikinn: Breiðablik 1 - 0 Vestri
„Við vitum það að þegar maður spilar á móti Íslandsmeisturum Blika að þá þurfum við að nýta færin sem við fáum og við fengum tvö dauðafæri og nokkrar góðar stöður, við þurfum að nýta þau betur,“ hélt hann svo áfram.
Sigurður Hjörtur Þrastarson var ansi spjaldaglaður í leiknum í dag og Davíð Smári var ekki parsáttur við frammistöðu hans og hans manna:
„Já já, bara léleg. Mér fannst þetta ekki gott. Ég hafði áhyggjur af þessu fyrir leikinn og ég ætla bara að segja sem minnst um þetta, ég hef verið allt of mikið gagnrýndur með þetta. Mér finnst líka bara hvernig þeir tala til manns sem þjálfara annars liðsins, mér finnst það algjör óþarfi sko. Mér finnst mjög óþægilegt að láta fjórða dómarann garga og garga á mig eins og ég sé einhver óþekkur krakki. Það er eitthvað sem mætti skoða alveg hjá KSÍ.“
Daði Berg, sem hefur leikið frábærlega fyrir Vestra á þessu tímabili, var kallaður til baka í Víking í vikunni. Er það eitthvað sem kom þeim á óvart að hafi gerst?
„Já klárlega. Við höfum átt mjög gott samstarf með Víkingi og okkar tilfinning var sú að Daði yrði bara hér og fengi að njóta þeirra tækifæra sem við höfum gefið honum og fengi að spila með okkur úrslitaleik í bikar. Hérna er hann í risa hlutverki og mér finnst leiðinlegt að hann sé sviptur því.“
Viðtalið við Davíð Smára má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.