Gríntilboð í Ederson - Trafford gæti verið á heimleið - Simons í ensku úrvalsdeildina?
   lau 19. júlí 2025 07:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Framlengir við Forest eftir frábært tímabil
Mynd: EPA
Matz Sels, markvörður Nottingham Forest, hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við félagið.

Sels var stórkostlegur á síðustu leiktíð en hann vann gullhanskan ásamt David Raya, markverði Arsenal. Þeir héldu þrettán sinnum hreinu.

Hann gekk til liðs við félagið á lokadegi félagaskiptagluggans síðasta vetur og hefur alls leikið 58 leiki. Hann hjálpaði liðinu að halda sæti sínu í deildinni í kjölfarið.

Liðið náði síðan stórkostlegum árangri á síðustu leiktíð og hafnaði í 7. sæti og mun spila í Evrópudeildinni á næstu leiktíð.
Athugasemdir
banner
banner