
Grindavík er byrjað að styrkja sig fyrir seinni hlutann í Lengjudeildinni í sumar.
Liðið nældi í Rúrik Gunnarsson á láni frá HK og Hollendinginn Darren Sidoel á frjálsri sölu en hann lék síðast hjá AB í Danmörku undir stjórn Jóhannesar Karls Guðjónssonar. Hann spilar sem varnarsinnaður miðjumaður.
Liðið nældi í Rúrik Gunnarsson á láni frá HK og Hollendinginn Darren Sidoel á frjálsri sölu en hann lék síðast hjá AB í Danmörku undir stjórn Jóhannesar Karls Guðjónssonar. Hann spilar sem varnarsinnaður miðjumaður.
„Við vildum bæta aðeins í, fá inn góða leikmenn. Rúrik spilað mjög vel í dag, mjög ánægður með hann, hrikalega góður ungur leikmaður sem við þurfum aðeins að hjálpa til með leikform og sjálfstraust. Hann mun vonandi gera góða hluti hjá okkur," sagði Halli.
„Darren Sidoel er einnig kominn. Hann er virkilega góður leikmaður og spennandi. Hann mun hjálpa okkur mikið. Við erum með augun opin, við viljum reyna ná í eins mörg stig og við getum og þessir munu hjálpa okkur."
Adam Árni Róbertsson hefur verið orðaður við ÍBV. Halli sagði að það væri enginn möguleiki á því að hann væri á förum.
Grindavík tapaði gegn Selfossi í gær og situr í 8. sæti með 14 stig eftir 13 umferðir.
Athugasemdir