Alfreð Finnbogason var á árunum 2014-16 á mála hjá spænska félaginu Real Sociedad. Þar lék hann með mörgum öflugum leikmönnum, þar á meðal bakverðinum Yuri Berchiche.
Alfreð var í vikunni gestur í hlaðvarpsþættinum Draumaliðið sem Jóhann Skúli stýrir. Berchiche er 35 ára spænskur vinstri bakvörður og spilar með Athletic Bilbao. Hann var á mála hjá Tottenham í upphafi ferilsins og árið 2017 fór hann frá Sociedad til franska stórliðsins PSG. Ári seinna var hann keyptur á yfir 20 milljónir evra til Athletic Bilbao.
Alfreð var í vikunni gestur í hlaðvarpsþættinum Draumaliðið sem Jóhann Skúli stýrir. Berchiche er 35 ára spænskur vinstri bakvörður og spilar með Athletic Bilbao. Hann var á mála hjá Tottenham í upphafi ferilsins og árið 2017 fór hann frá Sociedad til franska stórliðsins PSG. Ári seinna var hann keyptur á yfir 20 milljónir evra til Athletic Bilbao.
Í þessu skemmtilega viðtali ræddi Alfreð um sín kynni af Berchiche. Alfreð valdi hann í Draumaliðið sitt.
„Besti vinstri bakvörðurinn sem ég spilaði með á ferlinum og fékk kallið í liðið. Hann var herbergisfélaginn minn fyrstu dagana í Real Sociedad. Hann átti í smá ströggli fyrsta árið sem ég var hjá félaginu. Það er eftirminnileg fyrsta ferðin mín, fórum til Aberdeen og ég var með honum í herbergi. Ég ætlaði að taka mína síðdegis lögn sem var gríðarlega mikilvægt því ég er mikill rútínu maður og þarf minn svefn fyrir leik."
„Hann læsti sig inn á klósetti og kveikti á sturtunni í svona tvo tíma, ég var alveg að verða geðveikur, gat ekki sofnað, hugsaði hvað væri að eiga sér stað. Ég náði að sofa aðeins, fer síðan inn á klósett og finn lyktina. Hann hafði verið í keðjureykingum, eitthvað stressaður kallinn á leikdegi."
„Það var annað hvort glugginn eða baðherbergið sem fékk að finna fyrir þessum stressköstum. Ég bað fallega um að fá annan herbergisfélaga."
„Hann springur út árið eftir og er seldur til PSG. Hann var svo keyptur til Athletic Bilbao á einhvern fáránlegan pening þar sem hann er enn í dag," segir Alfreð í þættinum.
Hann ræddi í þættinum einnig um stefnuna hjá Athletic Bilbao sem vill byggja sitt lið upp á Böskum og Berchiche passaði inn í það. Sociedad vill ekki missa sína menn yfir til grannanna.
„Á Spáni er skylda að vera með ákvæði um ákveðna riftunarupphæð í samningnum. Hjá Sociedad eru menn með eina upphæð og svo aðra, svona 20 milljónum hærri, ef það er Bilbao sem reynir að fá leikmanninn. Þeir vilja alls ekki að þeir koma, og eru meðvitaðir um að menn geta nýtt sér það til að fá nýja samninga ef Bilbao kemur að borðinu."
Alfreð lék með Sociedad tímabilið 2014-15, var svo lánaður til Olympiakos í Grikklandi fyrri hluta tímabilsins 15-16 og spilaði svo seinni hlutann á láni með Augsburg í Þýskalandi. Þangað fór hann svo alfarið eftir tímabilið.
Þáttinn má nálgast hér að neðan.
Athugasemdir