Gríntilboð í Ederson - Trafford gæti verið á heimleið - Simons í ensku úrvalsdeildina?
   lau 19. júlí 2025 16:53
Brynjar Ingi Erluson
Howe sendi Isak heim: Ég tók þessa ákvörðun
Alexander Isak var sendur heim
Alexander Isak var sendur heim
Mynd: EPA
Eddie Howe, stjóri Newcastle
Eddie Howe, stjóri Newcastle
Mynd: EPA
Eddie Howe, stjóri Newcastle United, sendi sænska framherjann Alexander Isak heim úr ferð liðsins til Skotlands, en þetta staðfesti hann við Mark Douglas hjá iPaper í dag.

Isak var ekki í hópnum hjá Newcastle sem tapaði fyrir Celtic, 4-0, í Glasgow.

Það kom mörgum á óvart að hann hafi ekki verið með en fjölmiðlar fengu þau svör að Howe væri að stýra álagi á Isak og Joelinton sem væru að stíga upp úr meiðslum.

Eftir leikinn sagði Howe hins vegar að hann hafi tekið ákvörðun um að senda Isak heim út af fyrirsögnum síðustu daga.

Liverpool hefur sett sig í samband við Newcastle varðandi kaup á Isak en Newcastle hefur ekki áhuga á að selja. Liverpool er reiðubúið að gera Isak að dýrasta leikmanni ensku úrvalsdeildarinnar og er Isak sagður opinn fyrir hugmyndinni að spila með Liverpool.

„Þetta var mín ákvörðun. Hann ferðaðist með okkur til Glasgow, en ég ákvað að senda hann heim vegna sögusagna um hann. Það síðasta sem hann vildi er að sitja í stúkunni að horfa á leikinn. Það var ekki sanngjarnt gagnvart honum, en ég er fullviss um að hann verði leikmaður Newcastle í lok gluggans,“ sagði Howe.

„Báðir (Joelinton og Isak) eru heilir en ekki klárir í að spila. Alex hefur æft og er í lagi, en við vildum ekki taka áhættuna.“

„Það er mjög erfitt fyrir mig að gefa 100 prósent skýrt svar (um framtíð Isak) og það á við alla leikmenn, en Alex er ánægður hjá Newcastle. Hann elskar leikmennina, þjálfarteymið og liððið. Ég er viss um að hann verði hér í byrjun tímabils,“ sagði Howe enn fremur.
Athugasemdir
banner
banner
banner