Gríntilboð í Ederson - Trafford gæti verið á heimleið - Simons í ensku úrvalsdeildina?
   lau 19. júlí 2025 19:53
Ívan Guðjón Baldursson
Laurienté hitti leikmenn Sunderland í dag
Mynd: EPA
Franski kantmaðurinn Armand Laurienté flaug til Portúgal í dag til að hitta verðandi liðsfélaga sína í liði Sunderland þar sem þeir eru í æfingaferð.

Sunderland er búið að ná samkomulagi við Sassuolo um kaupverð og skrifar Laurienté undir fimm ára samning samkvæmt fréttamanni hjá Sky Sports.

Sunderland greiðir 20 milljónir evra fyrir Laurienté, sem er 26 ára gamall og hefur verið lykilmaður í liði Sassuolo síðustu þrjú ár.

Hann var meðal allra bestu leikmanna Serie B deildarinnar á síðustu leiktíð, þar sem hann kom að 24 mörkum í 33 leikjum.

Laurienté kom einnig að 24 mörkum með beinum hætti í Serie A deildinni en það tók hann 65 leiki að ná þeirri tölu.

Laurienté fór í læknisskoðun í dag og er á áhorfendapöllunum þessa stundina að horfa á Sunderland spila æfingaleik við Sevilla. Sunderland leiðir þar með einu marki í leikhlé.

Hann verður kynntur sem nýr leikmaður Sunderland á næstu dögum og er þá orðinn sjöundi leikmaðurinn sem Sunderland fær til liðs við sig á fyrsta sumrinu eftir að félagið komst loksins aftur upp í efstu deild enska boltans.
Athugasemdir
banner