Gríntilboð í Ederson - Trafford gæti verið á heimleið - Simons í ensku úrvalsdeildina?
   lau 19. júlí 2025 18:06
Ívan Guðjón Baldursson
Lengjudeildin: Emil Nói hetjan er ÍR endurheimti toppsætið
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Völsungur 2 - 3 ÍR
0-1 Bergvin Fannar Helgason ('13)
0-2 Emil Nói Sigurhjartarson ('38)
1-2 Arnar Pálmi Kristjánsson ('43)
1-3 Emil Nói Sigurhjartarson ('45)
2-3 Elmar Örn Guðmundsson ('60)

Lestu um leikinn: Völsungur 2 -  3 ÍR

ÍR er búið að endurheimta toppsæti Lengjudeildarinnar eftir sigur gegn Völsungi á Húsavík í dag. ÍR-ingar voru talsvert sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og skoraði Bergvin Fannar Helgason fyrsta mark leiksins á 13. mínútu. Hann gerði vel að klára eftir fyrirgjöf frá Breka Hólm Baldurssyni á vinstri vængnum.

ÍR kom boltanum í netið en markið var dæmt af og var lítið að frétta þar til Emil Nói Sigurhjartarson tvöfaldaði forystuna eftir góðan undirbúning frá Bergvin. Emil Nói skoraði á 38. mínútu en fimm mínútum síðar tókst heimamönnum að minnka muninn eftir hornspyrnu.

Gestunum úr Breiðholti tókst að tvöfalda forystuna á ný skömmu síðar þegar Emil Nói gerði vel að klára eftir sendingu frá hægri kanti. Staðan var 1-3 fyrir ÍR í leikhlé og var lítið að frétta í síðari hálfleik.

Völsungar gerðu leik úr þessu á 60. mínútu þegar Elmar Örn Guðmundsson skallaði boltann í netið eftir frábæra sendingu frá Gunnari Kjartani Torfasyni.

Nær komst Völsungur þó ekki svo lokatölur urðu 2-3.

ÍR er á toppi deildarinnar með 28 stig eftir 13 umferðir, einu stigi fyrir ofan Njarðvík.

Völsungur er í neðri hluta deildarinnar, fjórum stigum frá fallsæti.
Athugasemdir
banner