Gríntilboð í Ederson - Trafford gæti verið á heimleið - Simons í ensku úrvalsdeildina?
   lau 19. júlí 2025 15:52
Brynjar Ingi Erluson
Man Utd lánar Rashford til Barcelona - „Here we go!“
Marcus Rashford er á leið til Barcelona
Marcus Rashford er á leið til Barcelona
Mynd: EPA
Barcelona og Manchester United hafa náð samkomulagi um enska sóknarmanninn Marcus Rashford, en hann mun eyða leiktíðinni á láni hjá Börsungum. Fabrizio Romano er búinn að ópa „Here we go!“ og þá styttist í tilkynningu frá félögunum.

Athletic sagði frá því í dag að Barcelona væri búið að setja sig í samband við Mancheser United vegna Rashford.

Félagið sendi tilboð um að fá Rashford á láni út tímabilið með möguleika á að gera skiptin varanleg fyrir um það bil 35 milljónir evra á meðan lánsdvölinni stendur.

Barcelona mun greiða allan launakostnað fyrir Rashford, sem hefur sjálfur talað opinberlega um þann draum að spila fyrir spænska stórveldið.

Hlutirnir hafa gerst hratt á síðustu tímum en félögin hafa náð samkomulagi og er nú verið að undirbúa læknisskoðun fyrir hinn 27 ára gamla Rashford.


Athugasemdir
banner