
Aðalsteinn Jóhann Friðriksson þjálfari Völsungs svaraði spurningum eftir tap á heimavelli gegn toppliði ÍR þegar liðin mættust í eina leik dagsins í Lengjudeild karla.
Lestu um leikinn: Völsungur 2 - 3 ÍR
Aðalsteinn var pirraður eftir slæman fyrri hálfleik Húsvíkinga sem lentu 1-3 undir. Þeir áttu þó góðan seinni hálfleik og minnkuðu muninn en tókst ekki að gera jöfnunarmark þrátt fyrir tilraunir.
„Ég er örugglega súrastur með þennan leik af öllum þeim leikjum sem við höfum spilað í sumar. Ég er mjög ósáttur við hvernig við mættum til leiks og spiluðum fyrri hálfleikinn," sagði Aðalsteinn.
„Við snúum þessu við í seinni hálfleik, minnkum muninn og fáum færi til að jafna en ég er ógeðslega svekktur með að við höfum ekki sýnt betri frammistöðu í 90 mínútur á heimavelli."
Aðalsteinn var að lokum spurður út í dómgæsluna en neitaði að tjá sig mikið. „Já, ég er ósáttur með einhver atriði það er yfirleitt þannig og pottþétt ÍR-ingarnir líka."
Völsungur er í neðri hluta deildarinnar, fjórum stigum frá fallsvæðinu.
Athugasemdir