Markmannsstaðan hjá Newcastle United hefur verið til umræðu í sumar og ekki tókst Nick Pope að sannfæra Eddie Howe, stjóra liðsins, um ágæti sitt er liðið tapaði fyrir Celtic, 4-0 í fyrsta æfingaleik tímabilsins í dag.
Pope og Martin Dubravka deildu mínútum í leiknum í dag en Englendingurinn spilaði fyrri hálfleikinn á meðan Slóvakinn lék þann síðari.
Arne Engels kom Celtic yfir úr vítaspyrnu á 28. mínútu en undir lok hálfleiksins fékk Pope á sig algert trúða mark. Kasper Schmeichel, markvörður Celtic, spyrnti boltanum langt fram völlinn og fór Pope í skógarhlaup.
Hann ætlaði að skalla boltann, sem sveif yfir höfuð hans, og til Johnny Kenny sem skoraði í autt markið. Neyðarlegt hjá Pope.
Nick Pope everyone #NUFC pic.twitter.com/pe12QrYbY9
— ???????? (????) (@16AJ29) July 19, 2025
Dubravka fékk á sig tvö mörk í seinni hálfleik en lítið sem hann gat gert í mörkunum. Alexander Isak var ekki í hópnum hjá Newcastle, en samkvæmt heimildum Sky Sports ætlar Howe að fara varlega með hann og Joelinton sem eru að stíga upp úr meiðslum.
Everton tapaði fyrir Blackburn Rovers, 1-0, á meðan Willum Þór Willumsson lék í 1-0 tapi Birmingham City gegn Burton.
Jacob Ramsey skoraði eina mark Aston Villa sem tapaði fyrir þýska liðinu Hansa Rostock, 3-1. Nottingham Forest og Mónakó gerðu markalaust jafntefli.
Nýju mennirnir hjá Tottenham Hotspur áttu flottan leik í 2-0 sigri á Reading. Hinn 18 ára gamli Luka Vuskovic skoraði og lagði upp, og þá lagði Mohammed Kudus upp eitt mark. Kudus kom frá West Ham á meðan Vuskovic kom frá Hajduk Split.
Goal - VUSKOVIC
— Tottenham Hotspur (@SpursOfficial) July 19, 2025
Assist - KUDUS
???? pic.twitter.com/z313EGHh9B
Athugasemdir