Gríntilboð í Ederson - Trafford gæti verið á heimleið - Simons í ensku úrvalsdeildina?
   lau 19. júlí 2025 13:30
Brynjar Ingi Erluson
Stjarna Salzburg heldur til Ajax - Gerir fimm ára samning
Mynd: EPA
Ísraelski sóknartengiliðurinn Oscar Gloukh er á leið til hollenska félagsins Ajax frá RB Salzburg í Austurríki. Þetta kemur fram á Voetbal International.

Gloukh er 21 árs gamall og þykir afar spennandi leikmaður, eins og sást á HM félagsliða, þar sem hann skoraði eitt af mörkum mótsins í 2-1 sigri á Pachuca.

Hann hefur verið að leika sér að andstæðingum sínum í austurrísku deildinni og er hann nú klár í næsta skref.

VI segir að Ajax hafi náð samkomulagi við Salzburg um kaup á Gloukh sem mun skrifa undir fimm ára samning.

Gloukh fór mikinn með U19 ára landsliði Ísraels á EM árið 2022, en hann var bæði valinn í lið ársins og átti þá flottasta markið. Hann á 21 A-landsleik með Ísrael og hefur skorað 3 mörk.
Athugasemdir
banner