Gríntilboð í Ederson - Trafford gæti verið á heimleið - Simons í ensku úrvalsdeildina?
   lau 19. júlí 2025 08:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Tap í fyrsta leik Ten Hag gegn unglingaliði Flamengo
Mynd: EPA
Erik ten Hag tók við Leverkusen í sumar eftir að Xabi Alonso hætti með félagið til að taka við Real Madrid.

Ten Hag stýrði sínum fyrsta æfingaleik í gær þegar liðið steinlá gegn U20 liði Flamengo.

Markvörðurinn Mark Flekken, sem gekk til liðs við félagið frá Brentford í sumar, var í byrjunarliðinu ásamt Victor Boniface. Þeir voru teknir af velli eftir rúmlega hálftíma leik en þá var staðan orðin 2-0 fyrir Flamengo.

Leikmenn á borð við Lukas Hradecky, Alex Grimaldo, Patrick Schick og Granit Xhaka komu inn á eftir um klukkutíma leik en þá var staðan orðin 5-0. Hinn 17 ára gamli Montrell Culbreath klóraði í bakkann fyrir Leverkusen, 5-1 lokatölur.

Vægast sagt vond byrjun hjá Ten Hag.
Athugasemdir
banner