Gríntilboð í Ederson - Trafford gæti verið á heimleið - Simons í ensku úrvalsdeildina?
   lau 19. júlí 2025 12:41
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Það að ég búi á Akureyri og sé Þórsari er bara smáræði í stóru myndinni"
Þórsarinn mætir KA í dag.
Þórsarinn mætir KA í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jonas Gemmer er mættur og spilar líklega sinn fyrsta leik í dag.
Jonas Gemmer er mættur og spilar líklega sinn fyrsta leik í dag.
Mynd: ÍA
Steinar Þorsteinsson fer að snúa aftur á völlinn.
Steinar Þorsteinsson fer að snúa aftur á völlinn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Staðan er þannig núna að það sem skiptir máli eru þrjú stigin.
Staðan er þannig núna að það sem skiptir máli eru þrjú stigin.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
ÍA er í harðri botnbaráttu og spilar innbyrðisleik við KA í þeirri botnbaráttu í dag. Fótbolti.net ræddi við Lárus Orra Sigurðsson, þjálfara ÍA, í gær um leikinn og ýmislegt annað.

ÍA hefur tekið sex stig af níu mögulegum úr leikjunum þremur undir stjórn Lárusar. ÍA fék nýjan leikmann fyrir viku síðan, varnarsinnaði miðjumaðurinn Jonas Gemmer kom frá Hobro í Danmörku og er kominn með leikheimild. Hann spilaði síðast 15. maí.

„Hann hefur haldið sér í formi, hefur ekki verið að spila fótbolta lengi. Hann er búinn að vera hjá okkur í tæpar tvær vikur og æft með okkur á þeim tíma, þannig standið á honum er bara fínt," segir Lárus Orri.

Galin deild
„Leikurinn leggst mjög vel í mig. Þetta er galin deild, ef við hefðum verið með þennan stigafjölda í fyrra eftir fimmtán umferðir, þá hefðum við verið með fjögur lið fyrir neðan okkur. Þetta verður barátta alveg fram á síðasta leik sýnist mér. Leikurinn gegn KA er einn af þeim leikjum sem mun skipta gríðarlega miklu máli, bæði fyrir okkur og fyrir KA og ég á því von á hörkuleik."

Kemur ekki á óvart að KA sæki svona öflugan leikmann
Birnir Snær Ingason er mættur til KA, skrifaði undir samning út tímabilið. Birnir var besti leikmaður Íslandsmótsins 2023 og kemur til KA frá Halmstad.

„Bæði okkar deild og deildin fyrir neðan eru mjög jafnar, mikil barátta um sæti í deildinni. KA er stór og mikill klúbbur og með öflugan fjárhag á bakvið sig, því kemur ekki á óvart að þeir sæki svona öflugan leikmann. Það er bara gaman að fá Birni aftur í deildina, hann var gríðarlega öflugur með Víkingi á sínum tíma."

„Það að ég sé Þórsari er bara smáræði í stóru myndinni"
Lárus Orri er Þórsari, er hann extra mótiveraður fyrir leiknum?

„Nei, í rauninni ekki. Það eru þrjú stig í boði á móti liði sem er á svipuðum stað í deildinni og við, gríðarlega mikilvægur leikur. Það að ég búi á Akureyri og sé Þórsari er bara smáræði í stóru myndinni, það eru þessi þrjú stig sem skipta öllu máli."

Styttist í Steinar
Lárus Orri segir að allir í hópnum séu klárir ef frá eru taldir þeir Erik Tobias Sandberg og Rúnar Már Sigurjónsson sem eru í banni, Oliver Stefánsson sem var seldur til Póllands og Steinar Þorsteinsson sem glímir við meiðsli.

„Það eru allir heilir nema Steinar, hann er á leiðinni til baka, er kominn út á grasið og farinn að hlaupa, en ekki kominn í fótbolta. Við vonumst til þess að það styttist í hann. Draumurinn er sá að verði klár fljótlga eftir hléið sem kemur hjá okkur eftir leikinn gegn KA, komi fljótlega eftir Verslunarmannahelgi."

KR hefur ráðið því hvaða taktík hefur komið upp
ÍA átti ekki margar heppnaðar sendingar í leiknum gegn KR, 114 samkvæmt Wyscout en annars staðar eru taldar talsvert færri sendingar (87 hjá Fotmob sem dæmi). Tölfræðin í hálfleik sagði að ÍA hefði verið með 34 heppnaðar sendingar eftir 45 mínútna leik. Er þetta eitthvað sem skiptir þig máli, eða skipta bara þrjú stigin máli?

„Það er svolítið gaman af þessu, ég hef heyrt af því að það sé búið að fjalla um tölfræði og annað slíkt úr þessum leik. Við getum farið endalaust í þessa tölfræði og talið til alls konar vitleysu ef fólk vill, og hefur gaman af."

„Á endanum var þessi leikur ekkert ósvipaður öðrum leikjum hjá KR. Í undanförnum leikjum hjá KR hafa þeir svolítið ráðið því hvers konar taktík hefur komið upp. Þeir eru mjög öflugir fram á við, eru góðir í pressunni og með flott sóknarlið. Við erum ekki fyrsta liðið sem fer þessa leið gegn þeim. Við vorum meira með boltann (possession) í okkar leik heldur en KA var, meira en Stjarnan og FH. Þetta var ekki ólíkt öðrum leikjum sem KR hefur spilað. Ég sé ekki hvað á að vera öðruvísi þar, við fórum bara og settum leikinn upp þannig eins og við töldum vænlegast fyrir okkur að ná í þrjú stig. Staðan er þannig núna að það sem skiptir máli eru þrjú stigin,"
segir Lárus Orri.

Leikur ÍA og KA hefst klukkan 16:00 og fer fram á Greifavellinum á Akureyri.
Besta-deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Víkingur R. 14 9 3 2 26 - 14 +12 30
2.    Breiðablik 15 9 3 3 27 - 20 +7 30
3.    Valur 14 8 3 3 37 - 19 +18 27
4.    Fram 15 7 2 6 23 - 19 +4 23
5.    Stjarnan 15 6 3 6 25 - 26 -1 21
6.    Vestri 15 6 1 8 13 - 14 -1 19
7.    Afturelding 15 5 4 6 18 - 20 -2 19
8.    FH 15 5 3 7 25 - 20 +5 18
9.    ÍBV 15 5 3 7 14 - 21 -7 18
10.    KA 16 5 3 8 16 - 31 -15 18
11.    KR 15 4 4 7 35 - 37 -2 16
12.    ÍA 16 5 0 11 16 - 34 -18 15
Athugasemdir
banner