Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   sun 19. ágúst 2018 11:37
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
England - Byrjunarlið: Sane, Mahrez og Sterling á bekknum
Jóhann Berg í byrjunarliðinu
Mendy var frá nánast allt síðasta tímabil. Hann byrjar í dag, en hann var líka með í 2-0 sigrinum á Arsenal.
Mendy var frá nánast allt síðasta tímabil. Hann byrjar í dag, en hann var líka með í 2-0 sigrinum á Arsenal.
Mynd: Getty Images
Jóhann Berg Guðmundsson.
Jóhann Berg Guðmundsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Manchester City er án Kevin de Bruyne þegar liðið fær Huddersfield í heimsókn í ensku úrvalsdeildinni í hádeginu. De Bruyne mun missa af næstu mánuðunum vegna meiðsla.

Sjá einnig:
Klopp: Hver sá sem hugsar svona er fáviti

Þó De Bruyne, besta leikmanninn frá síðasta tímabili, þegar City varð Englandsmeistari, vanti þá eru enn mikil gæði í þessu liði. City gerir nokkrar breytingar á byrjunarliðinu sem sigraði Arsenal 2-0 um síðustu helgi. Þá var De Bruyne á bekknum. Vincent Kompany kemur inn fyrir Kyle Walker, David Silva fyrir Riyad Mahrez og Gabriel Jesus inn fyrir Raheem Sterling.

Huddersfield tapaði 3-0 gegn Chelsea í 1. umferð en þrjár breytingar eru á byrjunarliðinu frá þeim leik. Tommy Smith, Jon Gorenc Stankovic og Abdelhamid Sabiri koma inn í byrjunarliðið fyrir Mathias "Zanka" Jørgensen, Jonathan Hogg og Aaron Mooy.

Byrjunarlið Man City: Ederson, Laporte, Stones, Kompany, Mendy, Fernandinho, Gundogan, Bernardo, D. Silva, Jesus, Aguero.

(Varamenn: Bravo, Walker, Otamendi, Foden, Mahrez, Sane, Sterling)

Byrjunarlið Huddersfield: Hamer, Smith, Stankovic, Kongolo, Schindler, Lowe, Hadergjonaj, Billing, Pritchard, Sabiri, Mounie.

(Varamenn: Lossl, Williams, Mbenza, van La Parra, Sobhi, Diakhaby, Depoitre)

Jóhann Berg Guðmundsson er mættur aftur í byrjunarlið Burnley sem fær heimsókn frá Watford. Jói Berg var á bekknum í vikunni í Evrópudeildinni. Burnley spilaði þá við Istanbul Basaksehir og komst áfram eftir framlengingu.

Burnley byrjaði á markalausu jafntefli gegn Southampton í ensku úrvalsdeildinni en Watford sigraði Brighton 2-0. Roberto Pereyra gerði bæði mörk Watford í þeim leik og er hann auðvitað í byrjunarliðinu í dag.

Báðir leikir hefjast klukkan 12:30.

Byrjunarlið Burnley: Hart, Lowton, Ward, Tarkowski, Mee, Gudmundsson, Westwood, Cork, Lennon, Hendrick, Wood.

(Varamenn: Heaton, Taylor, Vokes, Barnes, Gibson, Bardsley, Long)

Byrjunarlið Watford: Foster, Janmaat, Cathcart, Kabasele, Holebas, Doucoure, Capoue, Hughes, Pereyra, Deeney, Gray.

(Varamenn: Gomes, Prodl, Mariappa, Success, Masina, Sema, Femenia)

Leikir dagsins á Englandi:
12:30 Burnley - Watford
12:30 Manchester City - Huddersfield (Stöð 2 Sport)
15:00 Brighton - Manchester United (Stöð 2 Sport)
Athugasemdir
banner
banner
banner