Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   sun 19. ágúst 2018 14:23
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
England: Man City gerði sex - Jóhann Berg lagði upp
David Silva og Aguero voru á skotskónum. Sá síðnarnefndi gerði þrennu.
David Silva og Aguero voru á skotskónum. Sá síðnarnefndi gerði þrennu.
Mynd: Getty Images
Jóhann Berg lagði upp.
Jóhann Berg lagði upp.
Mynd: Getty Images
Englandsmeistarar Manchester City litu hrikalega vel út gegn Huddersfield í leik sem var að klárast í ensku úrvalsdeildinni.

Það tók City-liðið 25 mínútur að brjóta ísinn gegn Huddersfield en Sergio Aguero gerði það. Á næstu 10 mínútunum bættu Gabriel Jesus og Aguero við mörkum.

Jan Gorenc Stankovic minnkaði muninn fyrir leikhlé með marki úr hornspyrnu og var staðan 3-1 í hálfleik.

David Silva, sem fékk að fara með son sinn á völlinn, skoraði fjórða markið beint úr aukaspyrnu en Aguero fullkomnaði þrennu sína þegar stundarfjórðungur. Áður en dómarinn flautaði til leiksloka hafði Terrence Kongolo skoraði sjálfsmark eftir góðan sprett hjá Þjóðverjanum Leroy Sane.

Lokatölur 6-1 fyrir Manchester City í þessum leik og spilamennska liðsins mjög góð.

Jóhann Berg lagði upp í tapi
Leikur Manchester City og Huddersfield var ekki eini leikurinn í ensku úrvalsdeildinni sem var að klárast. Burnley fékk Watford í heimsókn.

Leikurinn byrjaði fjörlega og komst Watford 1-0 yfir með marki Andre Gray á þriðju mínútu. Burnley jafnaði á sjöttu mínútu þegar James Tarkowski skoraði eftir hornspyrnu Jóhanns Berg Guðmundssonar.

Staðan var 1-1 í hálfleik en upphafi seinni hálfleiks skoraði Watford tvö mörk og kláraði þannig leikinn. Lokatölur á Turf Moor voru 3-1 fyrir gestina í Watford.

Burnley 1 - 3 Watford
0-1 Andre Gray ('3 )
1-1 James Tarkowski ('6 )
1-2 Troy Deeney ('48 )
1-3 Will Hughes ('51 )

Manchester City 6 - 1 Huddersfield
1-0 Sergio Aguero ('25 )
2-0 Gabriel Jesus ('31 )
3-0 Sergio Aguero ('35 )
3-1 Jon Stankovic ('43 )
4-1 David Silva ('48 )
5-1 Sergio Aguero ('75 )
6-1 Terence Kongolo ('84 , sjálfsmark)

Hvað þýða þessi úrslit?
Manchester City og Watford eru með fullt hús stiga. Burnley er með eitt stig en Huddersfield er án stiga og hefur tapað stórt í fyrstu tveimur leikjum sínum.

Klukkan 15:00 hefst leikur Brighton og Manchester United. Smelltu hér til að sjá byrjunarliðin.



Athugasemdir
banner
banner