Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
Jökull: Læti og stemning sem stuðningsmennirnir spúa yfir völlinn til strákanna
Helgi Fróði: Geggjað að vera í besta klúbbnum
Addi Grétars pirraður: Menn þurfa að hafa smá 'sens' fyrir því sem þeir eru að tala um
Ísak Óli: FH var langfyrsti kosturinn hjá mér
Bestur í Mjólkurbikarnum: Vakinn með símhringingu - „Á Jölla mikið að þakka"
Sigdís Eva: Vissum að við gætum þetta og sýndum það í leiknum
Pétur: Það var ekkert lið inni á vellinum
John Andrews: Vorum að spila gegn líklega besta liði landsins
Kallaði þetta gott eftir fimm hnéaðgerðir og fær góð ráð frá pabba sínum
Þurfti að róa Pablo eftir leik - „Leikmenn eiga ekki að skipta sér af áhorfendum“
„Ef þetta heldur svona áfram verða bara allir í banni eftir smá stund"
Hefði sætt sig við jafntefli - „Ég held að við höfum reynt 5 eða 6 plön í þessum leik“
Alex Freyr ósáttur: Þetta er bara sorglegt
Eysteinn á von á geggjuðum leik - „Jölli er alltaf Jölli í Portúgal"
Arnór Smára: Hafði persónulega mikla þýðingu fyrir mig
Draumadráttur Jökuls: Augnablik á stóran hluta af mínu hjarta og mun alltaf gera
Kjartan Henry: Hallgrímur sá ekki til sólar eftir það
Var vítaspyrnudómurinn í Árbæ rangur?
Lék sinn fyrsta leik í efstu deild og vildi víti - „Fann fyrir snertingu og lét mig detta"
Líður eins og Valsarar hafi tapað leiknum - „Hafði aldrei trú á því að hann væri að fara skora"
   sun 19. ágúst 2018 16:47
Stefán Marteinn Ólafsson
Gummi Magg: Einhver æðri máttarvöld fyrir markinu hjá þeim
Guðmundur Magnússon fyrirliði Fram
Guðmundur Magnússon fyrirliði Fram
Mynd: Fótbolti.net - Bára Dröfn Kristinsdóttir
Framarar fengu Njarðvíkingar í heimsókn í 17.Umferð Inkasso deildar karla í dag. Leiknum lauk með markalausu jafntefli í tíðindarlitlum leik
„Ótrúlega svekkjandi, mig fannst vera mun betri í þessum leik, sköpuðum svona ágæt færi til að skora úr en það var einhvernegin eins og það væru einhver æðri máttarvöld sem væri fyrir markinu hjá þeim og það vildi ekkert inn." Sagði Guðmundur Magnússon fyrirliði Fram eftir leik.

Lestu um leikinn: Fram 0 -  0 Njarðvík

Framarar hafa haft lag á sér í sumar með að vera einstaklega óheppnir að klára sína leiki í sumar en Guðmundi fannst þessi leikur örlítið öðruvísi í þeim skilning.
„Já, svona ólíkt því sem hefur verið í gangi hjá okkur að í dag þá skorum við ekki en jákvætt við að halda hreinu, þetta er í annað skiptið í sumar sem við náum að halda hreinu þannig við getum svona tekið það með okkur úr leiknum að við náðum að halda hreinu og við skorum alltaf í næsta leik."
 

Guðmundur Magnússon er búin að eiga frábært sumar fyrir Fram persónulega og er sem stendur markahæsti maður deildarinnar með 15 mörk en er hann ekkert farinn að horfa til markakóngstitilsins.
„Nei nei, það er bara bónus, ég er ekkert að pæla í því það eru 5 leikir eftir og bara halda áfram."

Framarar eiga næst leik við Hauka í 18.Umferð og miðað við brasið sem er á Haukum má búast við stigum úr þeim leik.
„ Jájá, Þeir tapa illa í síðasta leik í þessari umferð, þannig það verður ekkert auðveldur leikur og þeir eiga pottþétt eftir að koma brjálaðir til leiks."
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner