sun 19. ágúst 2018 12:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hazard: Ég mun ekki fara neitt á þessu tímabili
Mynd: Getty Images
Eden Hazard hefur staðfest að hann muni leika með Chelsea á þessu leiktímabili. Hann vill hins vegar ekki gefa staðfestingu á því hvað hann ætlar að gera eftir tímabilið.

Belgíski landsliðsmaðurinn var orðaður við Real Madrid í sumar en Chelsa vildi ekki selja hann.

Hazard á enn tvö ár eftir af samningi sínum við Lundúnafélagið.

„Allir vita hvað ég sagði eftir HM," sagði Hazard og átti þar við þetta. „En ég er ánægður hérna, í augnablikinu er ég ánægður. Ég á tvö ár eftir af samningi mínum og við munum sjá hvað gerist. Ég mun ekki fara á þessu tímabili."

„Félagaskiptamarkaðurinn á Englandi er lokaður. Félög geta enn selt en ekki keypt. Það væri skrýtið fyrir Chelsea að selja mig núna."

„Ég er góður þar sem ég er. Sjáum hvað gerist eftir eitt ár eða tvö."

Hazard kom inn á sem varamaður í gær og hjálpaði Chelsea að vinna Arsenal 3-2. Hazard fékk frábærar móttökur á Stamford Bridge.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner