Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   sun 19. ágúst 2018 18:08
Ívan Guðjón Baldursson
Ítalía: Dzeko með rosalegt sigurmark í lokin
Mynd: Getty Images
Torino 0 - 1 Roma
0-1 Edin Dzeko ('89)

Roma heimsótti Torino í fyrstu umferð ítalska boltans og var betri aðilinn í leiknum.

Roma komst nokkrum sinnum nálægt því að skora og hefðu heimamenn einnig getað potað inn marki en ekkert var skorað þar til undir lokin.

Justin Kluivert, sem kom frá Ajax í sumar, var skipt inn þegar tuttugu mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma.

Það var aðeins ein mínúta eftir þegar Kluivert hljóp upp að endalínunni á hægri kanti og gaf boltann hátt fyrir á fjærstöngina þar sem Edin Dzeko var í þröngu og erfiðu færi.

Dzeko tók boltann viðstöðulaust á lofti og skaut honum yfir Salvatore Sirigu í marki Torino og tryggði Rómverjum dýrmæt þrjú stig.

Þetta var þriðji leikurinn sem klárast í fyrstu umferð, en Juventus og Napoli unnu einnig sína leiki.




Athugasemdir
banner
banner
banner