Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 19. ágúst 2018 20:52
Ívan Guðjón Baldursson
Ítalía: Inter byrjar á tapi gegn Sassuolo
Berardi skaut á mitt markið. Samir Handanovic snerti boltann með fótunum en það var ekki nóg.
Berardi skaut á mitt markið. Samir Handanovic snerti boltann með fótunum en það var ekki nóg.
Mynd: Getty Images
Óvænt úrslit litu dagsins ljós í ítalska boltanum í dag þegar Inter tapaði fyrir Sassuolo.

Domenico Berardi gerði eina mark leiksins úr vítaspyrnu í fyrri hálfleik. Spyrnan virtist vera dæmd fyrir heldur litlar sakir þar sem Federico Di Francesco féll ansi auðveldlega innan vítateigs.

Gestirnir frá Mílanó vildu sjálfir fá vítaspyrnu þegar brotið virtist vera á Kwadwo Asamoah, en Maurizio Mariani og dómarateymið voru sammála um að ekki ætti að dæma vítaspyrnu.

Parma komst 2-0 yfir gegn Udinese sem náði svo að jafna á fimm mínútna kafla í síðari hálfleik. Nýliðar Empoli lögðu Cagliari að velli með tveimur mörkum gegn engu og hafði SPAL betur gegn Bologna á útivelli.

Genoa og Sampdoria áttu að spila við Milan og Fiorentina í dag en leikjunum var frestað vegna sorgarástands í Genúa.

Sassuolo 1 - 0 Inter
1-0 Domenico Berardi ('27, víti)

Parma 2 - 2 Udinese
1-0 Roberto Inglese ('43)
2-0 Antonino Barilla ('59)
2-1 Rodrigo De Paul ('65, víti)
2-2 Seko Fofana ('69)

Empoli 2 - 0 Cagliari
1-0 Rade Krunic ('14)
2-0 Francesco Caputo ('52)

Bologna 0 - 1 Spal
0-1 Jasmin Kurtic ('71)
Rautt spjald: Adam Nagy, Bologna ('89)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner