Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 19. ágúst 2018 13:41
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mourinho þolir ekki þegar fólk lýgur
Mikið hefur verið sagt og skrifað um samband Mourinho við Paul Pogba.
Mikið hefur verið sagt og skrifað um samband Mourinho við Paul Pogba.
Mynd: Getty Images

Í viðtalinu segir Mourinho að hann hati þegar fólk lýgur en gera má ráð fyrir því að hann sé þar að einhverju leyti tala um umræðuna sem hefur átt sér stað um samband hans og Paul Pogba.

Fyrir helgi sagði Mourinho að hann hefði aldrei verið eins ánægður með Pogba en upp á síðkastið hefur sá orðrómur verið sterkur að Pogba sé óánægður og vilji fara frá Manchester United.

„Ég kann ekki við lygar. Þegar fólk er ósammála mér, sérfræðingar og fjölmiðlamenn, ég get sætt mig við það, ég hef lært að virða það. Það er hluti af leiknum. En lygarnar eru eitthvað sem ég kann ekki að meta," sagði Mourinho.

„Ef þú lýgur þá finnst mér það fara gegn siðferði starfsins. Þegar þú er blaðamaður þá viltu upplýsa almenning og þá viltu upplýsa sannleikann. Ef starfið þitt er að tjá þína skoðun þá segirðu þína skoðun. En lygar eiga ekki að vera inn í formúlunni. Margar lygar hafa verið sagðar og skrifaðar."

„Ég get lofað ykkur því að lífið á æfingasvæðinu okkar er gott líf."
Athugasemdir
banner
banner