Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 19. ágúst 2018 20:18
Ívan Guðjón Baldursson
Noregur: Arnór tryggði stig - Álasund á toppnum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Getty Images
Þrír Íslendingar komu við sögu í norska boltanum í dag og skoraði einn þeirra jöfnunarmark sinna manna.

Arnór Smárason lék fyrstu 88 mínúturnar í holunni hjá Lilleström er liðið fékk toppbaráttulið Haugesund í heimsókn.

Gestirnir komust yfir snemma leiks en Arnór jafnaði með marki úr vítaspyrnu. Heimamenn voru betri í leiknum og óheppnir að sigra ekki.

Emil Pálsson lék allan leikinn á miðju Sandefjord er liðið gerði jafntefli við Ranheim. Þetta er ellefta stig Sandefjord á tímabilinu og það fimmta í þremur leikjum, en liðið er á botninum sjö stigum frá öruggu sæti.

Aron Sigurðarson kom inn af bekknum er fallbaráttulið Start gerði jafntefli við Strömsgodset og sat Samúel Kári Friðjónsson allan tímann á bekknum í góðum 3-0 sigri Vålerenga gegn Tromsö.

Í B-deildinni gerði Íslendingalið Álasunds jafntefli við Tromsdalen. Álasund er á toppi deildarinnar með þriggja stiga forystu og leik til góða.

Adam Örn Arnarson var í stöðu hægri vængbakvarðar, Aron Elís Þrándarson byrjaði á miðjunni og var Hólmbert Aron Friðjónsson að sjálfsögðu í fremstu víglínu í leiknum.

Lilleström 1 - 1 Haugesund
0-1 I. Wadji ('10)
1-1 Arnór Smárason ('33, víti)

Ranheim 1 - 1 Sandefjord
0-1 P. Engblom ('12)
1-1 K. Lokberg ('54)

Strömsgodset 1 - 1 Start
0-1 K. Kabran ('32)
1-1 J. Glesnes ('80)

Vålerenga 3 - 0 Tromsö
1-0 B. Finne ('6)
2-0 M. Grodem ('89)
3-0 Michael P. G. ('93)

Tromsdalen 2 - 2 Álasund
1-0 Mohammed Ahamed ('18)
1-1 Torbjorn Agdestein ('29)
2-1 Mohammed Ahamed ('68)
2-2 Torbjorn Agdestein ('81)
Athugasemdir
banner
banner
banner